Félag Læknanema (FL) var stofnað 6. mars árið 1933 og er yfirlýst stefna þess að það telji sér ekkert óviðkomandi er varðar hag og fræðslu læknanema. Félagið er hagsmunafélag læknanema og hefur frá upphafi verið ötult baráttufélag læknanema um kjaramál. Árið 2021 fengu læknanemar í klínísku starfi hlutaaðild að Læknafélagi Íslands (LÍ).
Stjórn FL fer fyrir hagsmunastarfi læknanema og hefur lengi átt farsælt samstarf við deildar- og kennslustjóra læknadeildar. Félagsstarf læknanema hefur ætíð verið öflugt og á félagið undir- og samstarfsfélög sem halda meðal annars utan um alþjóðastarf læknanema, kennslumál, kynfræðslu, skyndihjálp, skemmtanahald og lýðheilsu.